sunnudagur, apríl 24, 2005
Blogspot gaf skít í okkur....við gáfum skít í blogspot! En don't worry....be happy.....við erum komnar með nýtt blogg ;) http://www.blog.central.is/3meninas Tékkið á okkur þar og takið þátt í stórskemmtilegri skoðanakönnun ;)

Auður og Abba

hún sagði það
klukkan 21:48
|


fimmtudagur, apríl 07, 2005
... Jæja...

Það dregur til tíðinda... annað bloggið í röð... össs....
Veit reyndar ekki alveg hvað ég á að segja ykkur að þessu sinni þar sem ég hef verið afspyrnu þæg stelpa undanfarið... Já... ég get þetta nebbla stundum ef ég vill :) Málið er nú bara að það er svooo afskaplega stutt eftir af skólanum að nú er það bara að duga eða drepast...

...Ég hef samt sem áður komist að ýmsu síðustu daga....
eitt af því er að ég er alveg snillingur í því að fara vitlaust með orðtök... og hér koma bara örfá dæmi... hehe :)

... ég setti bara upp stór augu....
... gerist oft á tíðum...
... ég hellist úr lestinni...
... þetta er eins og skrattinn úr sauðalæknum...

Jæja nú hef ég uppvísað vávisku minni hvað varðar orðtök... og í því tilefni ætla ég að kveðja...

Abba"snillingur" kveður

Lifið heil... :)

hún sagði það
klukkan 20:19
|


laugardagur, apríl 02, 2005
Andskot! Og ég sem vaaaar að koma úr klipppingu!

Ég man ekki eftir að hafa meitt litla hunda....

En, þessi próf ljúga ekki.

You scored as Cruella De Ville. Your alter ego is Cruella De Ville! You hurt little puppies and have bad hair... shame on you!hún sagði það
klukkan 15:37
|


Já... nú eru FRÁBÆRIR Páskar liðnir... og meira að segja svolítið síðan... :)
En eins og þið lesendur góðir vitið þá fór mín á Ísafjörð með Kollu í broddi fylkingar... eða öfugt. Veit ekki hvort á við :). Ég var búin að tala um að við yrðum sóttar en svo varð víst ekki reyndin. Helvítis vélin var biluð... en gellur eins og ég og Kolla látum ekki svoleiðis smáræði koma í veg fyrir Djamm. Að miðnætti á skírdag.. héldum við Stöllur af stað keyrandi í átt til Ísafjarðar... vitandi ekkert hvað beið okkar :) Það skal tekið fram að þann sama dag var ég búin að ferðast til Hornafjarðar og til baka aftur... En þar var ég í góðu geymi hjá Áróru frænku minni sem var að fermast... bara svona fyrir þá sem ekki vita. Nóg um það....
Við vorum all spenntar og hressar þegar við lögðum af stað og vorum með þá hugmynd að keyra bara um nóttina alla leið.. svo við gætum sofið um daginn og djammað um kvöldið en... það var ekki alveg að virka... við stoppuðum því á Akureyri... sváfum aðeins og lögðum svo af stað... Við vorum voða fegnar að hafa ekki keyrt alla leið þar sem við þekktum ekkert til á þessum hluta landsins og vegirnir ekki uppá sitt besta.... Eins og Hrafndís komst svo skemmtilega að orði.... Vestfirðingar eru svoooo að láta ríða sér smjörlíkislaust í rassgatið hvað varðar vegakerfi....:) og mun ég hafa þessa setningu eftir hvar sem ég kem. Hehe.. en.. nóg með það...
Þegar á Ísafjörð var komið var hafist handa við drykkju :) (ég að vísu byrjaði á Hólmavík... bara svo ég segi alveg satt og rétt frá).... og það verður að segjast eins og er að þessi helgi einkenndist ekki af neinu öðru... Þetta var alveg meiriháttar... og til þess að gera lengri sögu stuttu þá var þetta einhvern vegin svona....

Föstudagur:
Drekka... djamma... drykkjuspil... partý... ball hjá sumum, aðrir gerðu eitthvað annað :)...

Laugardagur:
Tækún... Skoðunarferð... snúðar á Núpi í Dýrafirði... sofa... drykkja...rokkhátíð.. djamm... drykkja... smá vesen... okkur hent út... Riddarinn mættir og tekur okkur uppá arma sér... en hendir okkur LÍKA út... BARA FYNDIÐ...skriðum með skottið á milli lappanna til baka.. fengum að gista.... :)

Sunnudagur:
Flúðum á Bolungavík... Hrafndís á Hólmavík... Borðaði Páskamat hjá Línu frænku (hennar Kollu)... mikil gleði.... Drykkja.... Djamm... Partý og Ball í Sjallanum...

Mánudagur: leti dagur... bara sofið

Þriðjudagur... Við tókum saman föggur okkar og héldum heim á leið.

Að baki er skemmtileg helgi á Vestfjarðarkjálkanum... og það má alveg skoða Páska 2006 á Ísafirði. Er þaggi??? Bara sem flestir að mæta...

En... svona í lokin...
Lag helgarinnar er... Endaþarmsmök...
Setningar helgarinnar eru... Þarna þekki ég þig sykurpúði J...og Æv got funges in mæ vegæna J

Sérstakar þakkir fá...
Hrafndís fyrir að hafa dregið okkur í vitleysuna... Pabbi fyrir að redda málunum... Guðmundur fyrir að hýsa okkur.. allavega í einhvern tíma :)... Ívar "bróðir Guðmundar" fyrir að vera alltaf með Partý og ALLA drykkjuleikina... Kjartan fyrir... ja að henda okkur út aftur :)... Snorri fyrir að vera æðislegur... Mellurnar fyrir partý... Mugison fyrir góða Rokkhátíð og síðast en ekki síst hún Lína frænka fyrir að vera æðisleg :) Lína hlaut líka verðlaunin SYKURPÚÐI helgarinnar.

En jæja... þetta er gott... ætla ég að hætta þessu. Þetta er að verða alveg of löng færsla :)

Abba “í ruglinu” kveður að sinni.

hún sagði það
klukkan 14:08
|


þriðjudagur, mars 22, 2005
Já... góðir hálsar... hér ætla ég að vera

Jú.. hún Hrafndís sem ég elska svooo mikið ætlar að koma og ná í mig og Kollu Hólm... :) Fljúgandi... já... flúgandi... Við erum að tala um að... á föstudaginn langa klukkan eitt verður Hrafndís og Kalli flugmaður á Egilsstaðaflugvelli... með fulla vél af áfengi að sækja mig... :)
Það þarf svo sem ekki að segja neitt meira... Þetta verður alveg örugglega ein sú rosalegasta ferð sem ég hef farið í...
... í fyrsta lagi... þá er ég pínu flughrædd... og já þetta er 4 sæta rella eða eitthvað... og í örðu lagi... ég hef aldrei komið á ísafjörð... fyrir utan að þarna verður fullt af fólki... og mikið gaman... þanngi að ég segi bara... Ísafjörður hér kem ég :)

Abba "spennta" kveður að sinni...
kem með nákvæma ferðasögu að helgi lokinni :)

hún sagði það
klukkan 01:06
|


sunnudagur, mars 20, 2005
Góða kvöldið! Það er ekki laust við það að ég sé hálf einmana svona á sunnudagskvöldi þegar allir hafa yfirgefið mig! Abba og gullmolinn minn fóru sem sagt austur á fimmtudaginn síðasta, Ellan mín fór í gær, Hildur farin í sveitina sína og Anna neighbour er á Húsavík! Sei sei já...þetta er ekki sniðugt, ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera!!
Annars var helgin stórgóð...vísindaferð hjá Stafnbúa í KB-banka á föstudagskvöldið og eftir hana var farið upp í skóla í pizzur og bjór...svo fór ég með Steina og Kristínu í Sjallann á Fatman Scoop! Það var mjög gaman, reyndar ekkert mikið af fólki en það skiptir engu máli!! Ella mætti að sjálfsögðu hress þangað og við skemmtum okkur nú oftast mjög vel saman ;) Get reyndar ekki sagt að heilsan hafi verið mjög góð þegar ég vaknaði í gærmorgun við lætin í Steina en ég lét það ekkert á mig fá, mætti fersk í skólann kl. 1 og rumpaði af einni efnafræðiskýrslu! Svo er ég bara búin að nota tímann til að læra áður en ég fer austur til ma og pa í páskafrí eftir 2 daga....búin að vera massa dugleg þannig ég get aldeilis slappað af um páskana! Farin að hlakka soldið mikið til....sérstaklega þegar elskuleg dóttir mín hringdi í mig á föstudagskvöldið og tilkynnti mér að Katrín frænka (sem sagt stóra syss sem býr í Aþenu) væri komin heim - surprise ferð á klakann okkur öllum til mikillar gleði og ánægju!!! Jei!!! Hlakka ekkert smá mikið til að hitta hana, hef ekki séð þessa elsku í næstum 2 ár :S Þannig það verður bara stuð :D Fyrir utan það auðvitað að hitta ma & pa og litlu bræður mína...og litlu systur og Anítu sem mér finnst ég ekki hafa séð í 3 mánuði en ekki 3 daga!

Í síðustu viku var hringt í mig og staðfest að ég væri komin með vinnu í sumar! Mánudaginn 16. maí mun ég sem sagt byrja að vinna í Þjónustuveri Landsbankans eins og síðasta sumar. Það verður án efa mjög gaman...snilldar konur sem vinna þar :)
Hef svo sem ekkert meira að segja ykkur....það er bara allt frábært að frétta....eða ég er allavega voðalega jákvæð og lífsglöð þessa dagana! Enda þýðir ekkert að eyða tímanum í eymd og volæði og vorkenna sér út af ekki neinu!
Jæja.....drífa sig í að gera e-ð á meðan ég er uppfull af orku og gleði!
Þangað til næst.....njótið lífsins og gleðilega páska ;)

Auður hin lífsglaða :)

hún sagði það
klukkan 20:24
|


fimmtudagur, mars 17, 2005
Þunglyndisgeðsýkisstraumur

Hver veraldleg endalaus ásjón
sem auðvitað fegrar þitt trýn.
Að bera sig saman við hinn Jón
annan en séra og sýn.

Það er ekki allskostar auðvelt
að endalaust eiga sér draum.
Fegurðardrottningar torvelt
fá þunglyndisgeðsýkisstraum.Hvernig stendur á því að við erum komin inn i 21. öldina og það er ennþá keppt í fegurð?
Ég bara hef enn ekki hitt þann sem ákveður hvað er fegurð og hvað ekki. Vildi gjarnan hitta hann og spyrja hvað honum fyndist um mig. Eða mömmu mína!
Ég hef enn ekki gerst svo fræg að borga fleiri þúsundir króna inn á fegurðarsamkeppni til að horfa á gripasýningu og slafra í mig mat og víni með því.
Fegurðarsamkeppni er svo "last year".

Ég gef Möggu Döggu sjö búdrýgindaprik fyrir að hafa hafnað boði um þátttöku í þessari dæmalausu vitleysu.

Hrafndís, örugglega bara bitur því hún er ekki "falleg".

hún sagði það
klukkan 10:37
|


fimmtudagur, mars 10, 2005
Jæja gott fólk...
Ég er alltaf að reyna fyrir mér á sviði ljóðlistarinnar... og ætla þess vegna að deila með ykkur ljóði sem ég samdi rétt í þessu :)
Ég hef alltaf haft gaman af ljóðlist en hef ekkert verið að gera í því, en nú ætla ég að láta verða eitthvað úr þessu :)

En ljóðið hlaut nafnið:

Í dag

Í dag var ég ánægð,
í dag var ég glöð.
Í dag var ég sorgmædd,
í dag var ég gröð.

Í dag hef ég hlegið,
og grátið í senn
í dag hef ég legið
og ligg hérna enn.

Í dag hef ég lært
að lífið er svona
í dag hef ég ært
andskot’ ég er kona

Það fylgir kannski ekki settum reglum en það verður að hafa það :) Þannig að....
endilega commentið á helvítið... Læri af því....

Kveðja
Abba "skáld"

hún sagði það
klukkan 21:49
|


Skriiiiifborð!
The AHA Community!